Mjaðmamyndir

Dýralæknirinn í Mosfellsbæ býður deildarmeðlimum upp á tilboð á mjaðmamyndun fyrir Enska Seta fram í júní.

Þetta er kjörið tækifæri til að láta mynda dýrin okkar. Það er oft talið að gott sé að hafa hundana í góðu formi þegar farið er að mynda og núna er prime time genginn í garð þar sem allir hundar eru í fanta formi.

Niðurstöðurnar skila sér á aðeins 2-3 vikum !

Afsláttur til félagsmanna er 15% og gildir út júní.

Til að bóka tíma í myndatöku þá er hægt að hringja í skvízurnar í síma: 566-5066

Ársfundur DESÍ

Þann 27. mars var haldinn ársfundur DESÍ.

Kristinn Þór Einarsson og Þórgunnur Eyjörð Pétursdóttir gáfu áframhaldandi kost á sér til stjórnar og hlutu þau rússneska kostningu.
Stjórnin skipti með sér verkum og verða stjórnarhættir óbreyttir næsta árið.

Barking Heads prófið – Úrslit fyrri dags

Fjórir hundar fengu einkunn fyrri dag Barking Heads prófs DESÍ.  Dómari prófsins er Arnfinn Holm frá Noregi.

Unghundaflokkur: 

Rjúpnabrekku Toro (ES) 1. einkunn og besti hundur prófs

Vatnsenda Karma (EP) 1. einkunn

Opinn flokkur:

Ice Artemis Mjölnir (GWP) 1. einkunn og besti hundur prófs

Veiðimela Krafla (GSP) 2. einkunn.

Stjórn DESÍ óskar einkunnahöfum innilega til hamingju með árangurinn í dag.