Skráningafrestur rennur út í dag !

Hægt er að skrá sig með tveimur leiðum í prófið sem haldið verður dagana 8-9 apríl.
Annarsvegar með því að hringja á skrifstofu og gefa upp kortanúmer og hinsvegar með því að senda tölvupóst á hrfi@hrfi.is með öllum upplýsingum um skráningu og millifæra á reikningfélagsins og setja tilkynningu á netfangið hrfi@hrfi.is

Hér eru allar upplýsingar um prófið.

Hér eru svo frekari upplýsingar hvernig á að bera sig að við skráningu.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við prófstjórann Kristinn Þór Einarsson s: 895-6850

ATH! skráningarfrestur rennur út í dag 29.mars.

Nokkrir punktar frá ársfundi DESÍ

Þeir Hjalti Reynir Ragnarsson, Ólafur Ragnarsson og Einar Guðnason voru kosnir til tveggja ára. Þetta fer að verða öflug stjórn með 3 fyrrverandi formenn DESÍ innanborðs.

Það voru helstu tíðindi að stigahæsti Enski setinn 2016 er Rjúpnasels Funi.

Þorsteinn Friðriksson fær karöfluna til eignar, sem er gjöf frá Danska ensksetter klúbbnum, þar sem hann hafði unnið hana áður með öðrum hundi. Deildin óskar eiganda sem einnig er ræktandi Funa, Þorsteini Friðrikssyni kærlega til hamingju.

Ragnar Sigurjónsson kom færandi deildinni með flotta mynd af Enskum Seta. Deildin þakkar Ragnari kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Rjúpnabrekkuræktun færði deildinni forlátann grip til að hafa sem farandverðlaun í opnum flokki í vorprófum DESÍ. Deildin þakkar Ólafi kærlega fyrir góða gjöf.
Fundagerð kemur fljótlega af fyrsta ársfundi Deildarinnar.

Vorpróf DESÍ

Dagana 8-9 apríl verður DESÍ með Heiðapróf í nágrenis höfuðborgarsvæðisins. Prófað verður í unghundaflokki, opnum flokki og verður boðið upp á blandað partý.

Dómari prófsins verður okkar ástkæri Guðjón Arinbjarnarson.

Skráningarfrestur í prófið er til og með 29.mars og fer skráning fram á skrifstofu HRFÍ.
Hvað þarf að fylgjaskráningu og hvernig á að bera sig að er hægt að nálgast hér.

Skráningargjald fyrir 1 dag er 5.000.- og 2 daga 7.500.-

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við prófstjórann Kristinn Þór Einarsson s: 895-6850

Fyrirhugað got !

Húsavíkur Kvika X ISFtCh Háfjalla Týri

Fyrirhugað er að para Húsavíkur Kviku og ISFtCh Háfjalla Týra núna á vormánuðum.

Bæði Kvika og Týri hafa staðið sig vel á veiðiprófum, náð 1. einkunn í opnum flokki og sætum í Keppnisflokki. Háfjalla Týri er íslenskur veiðimeistari.

Einnig hafa hundarnir komið mjög vel út úr sýningum og bæði fengið Excellent.

Þetta eru hörku veiðihundar af frábærum ættum, sem hafa sannað sig bæði á prófum og í veiði.

Úr þessu goti ætti að koma mikill efniviður í harðduglega og rétt byggða veiðihunda.

Áhugasamir geta sett sig í samband við Hilmar Val í síma 865-6401 eða himmvalur@gmail.com

Ársfundur DESÍ

Ársfundur DESÍ verður haldinn mánudaginn 27. mars kl. 19:00 á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Hefðbundin fundarstörf.
Kosning í stjórn (3 laus sæti til tveggja ára).
Önnur mál.

Ath.  Á fundinum hafa þeir einir kjörgengir sem greitt hafa félagsgjöld HRFÍ fyrir árið 2017.