Ný síða komin í loftið

Kæru félagsmenn.

Nú þegar ný heimasíða er komin í loftið þá hvetjum við ykkur til að koma með ábendingar á það sem betur má fara/leiðrétta og jafnframt að senda inn myndir af hundinum ykkar.

Það sér nú fyrir endann á biðinni eftir samþykkt á veiðiprófum DESÍ en við eigum von á því á næstu dögum.

Stjórn DESÍ mun í framhaldinu kynna dagskránna.

Framundan í mánuðinum er ársfundur deildarinnar og verður hann haldinn 27. mars kl. 19:00 á skrifstofu HRFÍ Síðumúla 15.

Einnig eru æfingagöngur DESÍ og Vorstehdeildar að fara stað strax í næstu viku.

Eins verður hér að finna myndabanka deildarinnar og því hvetjum við ykkur (aftur) að senda inn myndir.

Tölvupóstur deildarinnar er stjorndesi@gmail.com