Glæsileg úrslit !

Allir Ensku Setarnir sem sýndir voru á alþjóðlegri hundasýningu HRFÍ í dag fengu Excellent! Finnski dómarinn Hannele Jokisilta er sérhæfð í að dæma það sem Bretar kalla „gundogs“, þetta eru tegundir sem tilheyra grúbbu 7 og 8 hér. Besti hundur tegundar var Húsavíkur Fönn og Besti hundur af gagnstæðu kyni var Rjúpnabrekku Black (Neró).

Fimm hundar voru skráðir, fjórir mættu til leiks:

Ungliðaflokkur Rakkar: Rjúpnabrekku Black (Neró), Excellent, CK, CAC, NLW-17, ungliða meistarastig og BOS. Eigendur: Einar Guðnason og Ólafur Ragnarson. Ræktandi: Ólafur Ragnarsson.

Ungliðaflokkur Tíkur: Húsavíkur Fönn, Excellent, CK, CAC, NLW-17, ungliða meistarastig , BTT-1 og BOB. Eigendur: Kjartan Antonsson og Eydís Gréta Guðbrandsdóttir. Ræktandi: Oddur Örvar.

Opinn flokkur tíkur: Húsavíkur Norma, Excellent. Eigandi: Oddur Örvar. Ræktandi Oddur Örvar.

Meistaraflokkur tíkur: Rjúpnasels Skrugga, Excellent, CK, CACIB, BTT-2. Eigandi: Þórgunnur E. Pétursdóttir. Ræktandi: Þorsteinn Friðriksson.

Stjórn óskar eigendum og ræktendum innilega til hamingju með frábæran dag.