Fyrirhugað got !

Húsavíkur Kvika X ISFtCh Háfjalla Týri

Fyrirhugað er að para Húsavíkur Kviku og ISFtCh Háfjalla Týra núna á vormánuðum.

Bæði Kvika og Týri hafa staðið sig vel á veiðiprófum, náð 1. einkunn í opnum flokki og sætum í Keppnisflokki. Háfjalla Týri er íslenskur veiðimeistari.

Einnig hafa hundarnir komið mjög vel út úr sýningum og bæði fengið Excellent.

Þetta eru hörku veiðihundar af frábærum ættum, sem hafa sannað sig bæði á prófum og í veiði.

Úr þessu goti ætti að koma mikill efniviður í harðduglega og rétt byggða veiðihunda.

Áhugasamir geta sett sig í samband við Hilmar Val í síma 865-6401 eða himmvalur@gmail.com