Nokkrir punktar frá ársfundi DESÍ

Þeir Hjalti Reynir Ragnarsson, Ólafur Ragnarsson og Einar Guðnason voru kosnir til tveggja ára. Þetta fer að verða öflug stjórn með 3 fyrrverandi formenn DESÍ innanborðs.

Það voru helstu tíðindi að stigahæsti Enski setinn 2016 er Rjúpnasels Funi.

Þorsteinn Friðriksson fær karöfluna til eignar, sem er gjöf frá Danska ensksetter klúbbnum, þar sem hann hafði unnið hana áður með öðrum hundi. Deildin óskar eiganda sem einnig er ræktandi Funa, Þorsteini Friðrikssyni kærlega til hamingju.

Ragnar Sigurjónsson kom færandi deildinni með flotta mynd af Enskum Seta. Deildin þakkar Ragnari kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.
Rjúpnabrekkuræktun færði deildinni forlátann grip til að hafa sem farandverðlaun í opnum flokki í vorprófum DESÍ. Deildin þakkar Ólafi kærlega fyrir góða gjöf.
Fundagerð kemur fljótlega af fyrsta ársfundi Deildarinnar.