Vorpróf DESÍ

Fyrsta próf DESÍ eftir langan dvala fer nú loks fram næstu helgi.

Skráning náðist í opinn flokk og eru alls 8 hundar skráðir báða dagana.

Við erum á ákveðnum tímamótum með unghunaflokkinn og náðist ekki skráning í hann að þessu sinni en deildin á ekki von á öðru en það verðu ansi líflegt haust framundan.

Eftirfarandi hundar eru skráðir:

  • Ice Artemis Mjölnir
  • Munkefjellets Mjöll
  • Veiðimela Krafla
  • Huldu Bell Von Trubon
  • GG Sef
  • Háfjalla Parma
  • Rjúpnasels Rán
  • Rjúpnasels Skrugga

Ath! Besti hundur samanlagt báða dagana hlýtur Rjúpuna sem Kennel Rjúpnabrekka gefur deildinni, sem jafnframt verður farandbikar um ókomin ár. Stjórn DESÍ þakkar Ólafi Ragnarssyni fyrir höfðinglega gjöf.

Styrktaraðilar prófsins eru Dýrabær & Volcanic

Í vikunni verður dregið í rásröð á facebook grúppu deildarinnar svo STAY TUNED !