Vorpróf DESÍ

Nú eru ekki nema 2 dagar í Vorpróf DESÍ. 8 hundar eru skráðir hvorn daginn í Opnum flokki.

Dómari prófsins sem er okkar ástkæri Guðjón Arinbarnarson.
Prófstjórinn er Kristinn Einarsson.

Prófsetning er báða dagana í Sólheimakoti (sjá kort) kl 9:00.
En keyrt er inn Sólheimakotsafleggjarann (gengt nýja fangelsinu) þangað til komið er að rauðu “koti”, það er Sólheimakot.

Áhugasamir eru hvattir til að ganga með.

Styrktaraðilar prófsins eru Dýrabær & Volcanic.

Ef frekari spurningar vakna varðandi prófið þá er hægt að hafa samband við prófstjórann í síma: 895-6850

Stjórn DESÍ óskar þátttakendum öllum góðs gengis !