Fyrri dagur vorprófs DESÍ

Fyrri degi í vorprófi DESÍ lauk um hádegi i dag. Gengið var frá Lyklafelli, mikið var af fugli. Allir hundar fengu sénsa en aðeins einn hundur var með einkunn.

Lárus Eggertsson gerði sér lítið fyrir og landaði 1. einkunn með Stýrhærðu Vorsteh tíkina Munkefjellets Mjöll.

Dómari var Gudjón Sigurður Arinbjörnsson og Kristinn Þór Einarsson prófstjóri.

Styrktaraðilar prófsins eru Dýrabær (www.dyrabaer.is) og Volcanic (www.volcanic.is ).

Stjórn Óskar Lalla innilega til hamingju með árangurinn í dag.
Þökkum dómara, styrktaraðilum, prófstjóra og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn

Það verður gengið aftur á morgun !