Vorprófi DESÍ Lokið

Seinni degi í vorprófi DESÍ ER lokið.  Fimm hundar tóku þátt í dag, tveir voru með einkunn. Veiðimela Krafla (Snögghærður Vorsteh) var besti hundur dagsins með 1. einkunn, leiðandi var Unnur Unnsteinsdóttir. GG Sef (Strýhærður Vorsteh) var með 2. einkunn, leiðandi var Guðni Stefánsson.

Þá var komið að því að veita farandsgripinn Rjúpuna sem Rjúpnabrekku ræktun gaf.  Rjúpan er veitt fyrir besta árangur samanlagt yfir helgina.  Þar sem tveir hundar voru jafnir með 1. einkunn sinn hvorn daginn skar fjöldi fundinna fugla úr um hvor fengi Rjúpuna.  Þessir hundar voru Munkefjellets Mjöll sem fékk fyrstu einkunn í gær og svo Veiðimela Krafla í dag.  Mjöll fann fleiri fugla og því fær Lárus Eggertsson, eigandi Mjallar, þann heiður að geyma Rjúpuna – að minnsta kosti fram að næsta vorprófi.

Stjórn DESÍ þakkar styrktaraðilum, dómara, starfsfólki og þátttakendum kærlega fyrir. Þetta var góð helgi.  Stjórn óskar einkunnahöfum helgarinnar til hamingju og Lárusi Eggertsyni einnig til hamingju með Rjúpuna.

Styrktaraðilar prófsins eru Dýrabær (www.dyrabaer.is) og Volcanic (www.volcanic.is).

Dómari var Guðjón Arinbjörnsson og prófstjóri var Kristinn Einarsson.