Stigahæsti Enski Setinn 2016

Elding, Steini, Rjúpnasels Funi & karaflan góða

Rjúpnasels Funi var stigahæstur Enskra Seta árið 2016.

Farandgripurinn sem gengið hefur til stigahæstu hunda undanfarinna ára er karafla sem Danski Ensk Setter klúbburinn gaf.  Reglurnar sem fylgdu gripnum kveða á um að ef sami leiðandi vinnur hana tvisvar sinnum en með sinn hvorn hundinn þá fái hann karöfluna til eignar.

Þorsteinn Friðriksson eigandi, leiðandi og ræktandi Rjúpnasels Funa vann karöfluna með Eldingu árið 2011 og fær því karöfluna að gjöf.  Þess má geta að Elding er mamma Funa.

Stjórn DESÍ óskar Steina innilega til hamingju með árangurinn.