Sumarsýning HRFÍ

Sumarsýningin verður tvöföld útisýning eins og hefur verið síðustu ár, og verður hún haldin á túninu í Víðidal eins og fyrri ár.

Föstudagskvöldið 23. júní verður hvolpasýningin og keppni ungra sýnenda.
Laugardaginn 24. júní verður Reykjavík Winner sýningin þar sem BOB (besti hundur tegundar) og BOS (besti hundur af gagnstæðu kyni) í hverri tegund hljóta nafnbótina RW-17 (Reykjavík Winner 2017).
Sunnudaginn 25. júní verður síðan alþjóðleg sýning.

Skráningarfrestur á lægra gjaldinu rennur út á morgun 12. maí og endanlegur skráningarfrestur rennur út 26. maí.

Skráning fer fram á skrifstofu félagsins.