Dýralæknirinn Mosfellsbæ

Það gleður okkur mikið að kynna nýjan styrktaraðila deildarinnar, en það er Dýralæknirinn í Mosfellsbæ !

Skvízurnar í Mosó bjóða upp á frábæra þjónustu og er vel tekið á móti öllum ferfætlingum.

Þær eru staðsettar í Þverholti 2 Mosfellsbæ og síminn hjá þeim er: 566-5066
Opið er alla virka daga á milli 09:00-18:00 en hægt er að ná í þær í neyðarsíma utan opnunartíma.

Hægt er að smella hér hægra megin á síðunni til að skoða facebook síðuna þeirra einnig er hægt að leita að “dyralaeknirinn” á facebook.