Sóknarpróf DESÍ

Þann 30. júni verður sóknarpróf DESÍ haldið í nágrenni Kópavogs.

Prófað verður í unghunda flokki og er áætlað að halda prófið seinni hluta dags.
Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

Ætlast er til að þátttakendur komi með eigin bráð til sóknar en dómarinn verður að samþykkja þá bráð sem þátttakendur koma með.
Að öðrum kosti útvegar DESÍ bráð (máf).
Þátttakendur greiða 500 kr. fyrir hvern fugl sem deildin útvegar.

Dómari: Bergþór S Antonsson.
Dómaranemi. Guðni Stefánsson.
Fulltrúi HRFÍ. Bergþór S Antonsson.
Prófstjóri: Ólafur Örn Ragnarsson.

Skráningarfrestur er til og með 21. júní.
Skráning fer fram á skrifstufu HRFÍ.
Hér eru leiðbeiningar um skráningu í próf.

Prófnumer er: 501705
Prófagjald er 5.000.- kr.

Styrktaraðilar prófsins eru Dýrabær og Volcanic.