Vinna á sumarsýning HRFÍ

Nú er stutt í sumarsýning HRFÍ og barst deildinni þessi póstur frá skrifstofu.

“Sæl verið þið ágætu deildarformenn og stjórnir,

Eins og þið þekkið vel er framundan tvöföld sumarsýning félagsins Reykjavík Winner á laugardeginum 24. júní og Alþjóðleg sýning á sunnudeginum 25. júní.

Þessa sýningarhelgi hefur starf í kringum uppsetningu, umsýslu og niðurtöku sýningar fallið í hendur ykkar deilda eða Mjóhunda, Shih Tzu, Írsk Setter, Papillon og Phalene, Tíbet Spaniel, Ensk Setter, Spaniel og PMF.

Hver deild þarf að útvega mannskap sem hér segir:

Sex manns í uppsetningu sýningar á fimmtudegi.

Í ýmis störf (miðasala, dyravarsla, eftirlit og annað) þarf a.m.k. tvo fyrir eða eftir hádegi á laugardegi og a.m.k. tvo fyrir eða eftir hádegi á sunnudegi.

Tvo í niðurtöku sýningar á sunnudegi. ”

Þeir sem hafa áhuga á að vinna á sýningunni geta sent póst á stjorndesi@gmail.com