Úrslit Sýningar (fyrri dagur)

Nú er fyrri degi sumarsýningar HRFÍ lokið.

Bæði Fönn og Black fengu frábærar umsagnir og allann pakkann !

Húsavíkur Fönn hlaut: Excellent, Ísl. meistarastig, Junior stig, Reykjavík Winner 2017 (RW-17) og var BOS.

Rjúpnabrekku Black hlaut: Excellent, Ísl. meistarastig, Junior stig, Reykjavík Winner 2017 (RW-17) og var BOB. Einnig fékk hann framhald í grúppu og keppir líka um Junior sýningar.

Báðir hundarnir voru áður komnir með Junior stig sem þýðir það að þeir uppfylla allt til að sækja um Junior titil.

Stjórn DESÍ óskar eigendum og ræktendum kærlega til hamingju með árangurinn !