Úrslit Sóknarprófs DESÍ

Fyrsta sóknarprófi DESÍ er lokið.  Að þessu sinni var einungis prófað í unghundaflokki.  Dómari setti upp skemmtilegt próf sem skilaði tveimur hundum einkunn í dag.  Rjúpnabrekku Ary Bella Rosa (eigandi S. Júlía Quirk, leiðandi Ólafur Ragnarsson) fékk 3. einkunn og Rjúpnabrekku Black (eigendur Einar Guðnason og Ólafur Ragnarsson, leiðandi Einar Guðnason) fékk 1. einkunn og var jafnframt besti hundur prófs.

Dómari var Bergþór S. Antonsson og prófstjóri var Ólafur Ragnarsson.

Stjórn vill þakka dómara og starfsfólki prófs fyrir góðan dag og þakkar jafnframt styrktaraðilunum Volcanic, Dýrabæ og Kennel Rjúpnabrekku fyrir þeirra framlag.