Haustdagskrá DESÍ

Nú er komið sumarfrí hjá deildinni og hefst dagskráin aftur í ágúst.

Æfingagöngur og sýningarþjálfun verður á sìnum stað.

Fyrsta haustprófið er ROBUR próf DESÍ en það er 9-10 september.
Tor Espen Plassgård kemur og dæmir tveggja daga blandað party UF/OF.
Skráningarfrestur er til og með 30. ágúst.

Helgin eftir er sýningarhelgi (16-17).

Breyting hefur orðið á DESÍ prófinu sem verður í lok September (30 sept – 1 okt), en af óviðráðanlegum ástæðum þá hefur verið skipt um dómara. Maður kemur í manns stað og hefur deildin því neglt einn norskann sem kemur og dæmir tveggja daga blandað partý UF/OF.
Hugmynd er einnig að hafa fyrirlestur í kringum það próf.
Skráningarfrestur er til og með 25. september.

Það verður nóg um að vera í haust, sjáumst hress og kát í ágúst.

Stjòrn hvetur deildarmeðlimi eindregið til að taka þátt í viðburðum deildarinnar.