Ágætu Ræktendur Enskra Seta

Stjórn DESÍ leitar til ræktenda tegundarinnar varðandi að gefa verðlaun, til dæmis bikar eða annað slíkt, til að veita besta hundi tegundar á sýningum HRFÍ.  Þetta gæti verið BOB bikar, BOB og BOS eða bikar í ákveðnum flokkum annað hvort til eignar eða farandgrip sem fengist altaf fyrir ákveðna sýningu.

Hugmyndin er sú að einn ræktandi sjái um eina sýningu eins og þekkist í sumum öðrum deildum, verðlaunin mætti kenna við ræktunina eða hvað sem ræktandinn kýs.  Vinsamlegast sendið okkur póst á stjorndesi@gmail.com ef þið hafið áhuga.

Með von um góðar undirtektir,

Stjórn.