Nú styttist í fyrsta haustprófið !

Þann 9-10 september verður haldið ROBUR próf DESÍ.

Prófað verður í unghunda og opnum flokki (blandað partý).

Prófstjórinn er Ólafur Ragnarsson.
Stefnt er að halda prófið á SV-horninu.

Dómarinn verður að þessu sinni Tor Espen Plassgård en hann hefur komið 2x áður til landsins að dæma við góðan orðstýr. Einnig verður hann fulltrúi HRFÍ.

Tor Espen Plassgård er hokinn af reynslu. Hann er 52 ára og hefur stundað rjúpnaveiði frá unglingsárum. Fyrsti hundurinn hans var Enskur Setter sem hann eignaðist árið 1980 og hefur átt Enska Seta og pointer í bland síðan. Strax tók hann þátt í veiðiprófum og fer ekki í dag hundslaus á veiðar. Hann útskrifaðist sem dómari árið 2005 og hefur dæmt allar götur síðan.

Í dag á hann 2 Enska Seta, Skinnalias Tee sem er keppnisflokkshundur og Sølnkletten’s P sem hefur náð 1. einkunn í unghundaflokki og hefur unnið þátttökurétt í Norska Derbýinu.

Skráningarfrestur í prófið er til og með 30. ágúst og fer skráning fram á skrifstofu HRFÍ.
Hægt er að lesa sig til um skráningu hér.

Prófnúmer er 501709.

Dregið verður í rásröð að venju í beinni útsendingu !

Styrktaraðilar prófsins eru ROBUR & Volcanic Vodka