ROBUR kynning

ROBUR fóður dagsins er Grain Free – Sensitive – Reindeer.

Robur 26/16 er ætlað fullorðnum hundum með viðkvæman maga og/eða húð. 26/16 hefur einstakt næringargildi sem næst með litlu innihaldi hágæða próteina en hlutfallslega mikilli fitu.

Framleitt úr kjúklingakjöti, kartöflumjöli, baunatrefjum og hreindýrakjöti. 26/16 er bragðbætt með sænsku hreindýrakjöti.  Ekkert fiskimjöl er í þessu fóðri.

Þetta fóður hentar vel hundum sem eru með magavandamál og fóðurofnæmi.