ROBUR prófið – Dagur 1

Fyrri degi ROBUR prófs DESÍ er nú lokið og er vægast sagt hægt að segja að vel hafi til tekist.

Prófið var haldið á Reykjanesi og var mikið af fugli á svæðinu og var áætlað yfir 40 tækifæri hafi verið í boði í dag.

3 hundar náðu einkunn við erfiðar aðstæður.

Veiðimela Jökull fékk 3. einkunn og var einnig valinn besti hundur prófs í OF.

Rjúpnabrekku Black fékk 3. einkunn í UF og Rjúpnabrekku Toro fékk 2. einkunn og var einnig valinn besti hundur prófs í UF.

Stjórn DESÍ óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þátttakendum fyrir góðan dag í móanum.