ROBUR prófið – Dagur 2

Nú er seinni degi ROBUR prófs DESÍ lokið og var dagurinn heldur betur góður.

Hvasst var á suðurnesjunum og fuglinn lausari í sér en um 30 sénsar voru í boði í dag sem nýttust mis vel.

4 hundar náðu einkunn, 1 í UF og 3 í OF.

Rjúpnabrekku Toro hlaut 3. einkunn í UF og var besti hundur prófs.

Rjúpnasels Skrugga hlaut 3. einkunn í OF.

Veiðimela Jökull hlaut 3. einkunn í OF.

Veiðimela Karri hlaut 2. einkunn í OF og besti hundur prófs.

Stjórn DESÍ óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þátttakendum fyrir frábæra helgi.

Eins þakkar stjórn DESÍ styrktaraðilum prófsins innilega fyrir veittan stuðning, án þeirra er ekki hægt að halda svona glæsilegan viðburð.