Styttist í næsta DESÍ próf

Næsta veiðipróf DESÍ verður eftir 3 vikur, dagana 30. sept og 1. okt.

Þetta verður tveggja daga próf og verður prófað í UF/OF báða dagana (blandað partý).

Á föstudeginum ætlar dómarinn Roy Allan Skaret að flytja fyrir okkur erindi um ræktun á Enska Setanum en maðurinn er hafsjór af fróðleik.

Prófnúmer er 501711 og er opið fyrir skráningu.

Skráningafrestur er til og með 25. september.
Hægt er að lesa sig til um leiðbeiningar um skráningu hér.

Frekari kynning verður á prófinu þegar nær dregur.