ARION próf DESÍ – úrslit fyrri dags.

Fyrri degi ARION prófs DESÍ er lokið.  Fimm hundar af níu fengu einkunn í dag.

Roy Allan Skaret dómari prófsins taldi 39 fugla sem flestir sýndu sig seinni part dags en nýttust misvel.  Í opnum flokki fengu Rjúpnasels Skrugga 3. einkunn, Rjúpnasels Rán 2. einkunn og GG Sef 2. einkunn.

Í unghundaflokki fengu Rjúpnabrekku Toro 2. einkunn og Rjúpnabrekku Black 1. einkunn.  Bestir í flokkum í dag voru GG Sef í opnum flokki og Rjúpnabrekku Black með 1. einkunn.

Stjórn DESÍ óskar einkunnahöfum til hamingju með árangurinn, þakkar öllum fyrir góðan dag og óskar einnig öllum góðs gengis á morgun.