Geymið nokkrar rjúpur fyrir 2018

Nú styttist óðfluga í að rjúpnaveiðin hefjist !

Við hvetjum fuglahundafólk um að geyma nokkrar rjúpur fyrir veiðipróf á næsta ári (2018), hvort sem það er heiðarpróf eða sóknarpróf, því nýlunda verður á að þátttakendur munu skaffa eigin bráð í prófum DESÍ.

Ef þú kæri lesandi stefnir á opinn/keppnis flokk á heiði eða í sóknarpróf þá er um að gera að geyma nokkrar rjúpur. Ekkert er til fyrirstöðu að menn sameinist um fugla í prófi.

Þeir sem stefna á unghundaflokk í heiðarprófi þurfa ekki að hafa áhyggjur, því ekki er sókn í þeim flokki.