Ræktunardýr og markmið

Stjórn DESÍ setti niður ræktunarmarkmið deildarinnar í fyrra sem eru eftirfarandi:

Ræktunarmarkmið DESÍ:

  • Heilbrigði: Niðurstöður mjaðmamyndatöku þurfa að liggja fyrir og niðurstaða að vera A eða B, HD frí.
  • Vinnueiginleikar: Hundur skal hafa náð að lágmarki 2. einkunn í unghundaflokki eða 3. einkunn í opnum flokki í veiðiprófi á heiði fyrir standandi fuglahunda.
  • Bygging: Hundur þarf að hafa náð að lágmarki sýningardóminn Very good viðurkenndan af HRFÍ eftir 2 ára aldur.

Með þessum markmiðum hvetjum við alla Ensk Setter eigendur til að taka þátt í starfinu og mjaðmamynda hundana sína.

Deildin heldur úti lista yfir núlifandi hunda sem uppfylla ræktunarmarkmiðin og má sjá hann hér.

Nýjasti hundurinn á listanum er Háfjalla Askja, en niðurstöður mjaðmamynda voru að koma í hús og voru þær A2. Óskar því deildin Guðmundi & Birnu(eigendum) og Hrafni (ræktenda) til lukku með mjög svo ánægjulega niðurstöðu.

Nokkrir hundar eru á barmi þess að detta á listann og vonandi komast þeir á hann sem fyrst.

Lista yfir mjaðmaskor Enskra Seta má sjá hér.