Winter Wonderland sýning HRFÍ, úrslit dagsins.

Þrír Enskir Setar voru sýndir í dag, dómari var Frank Kane frá Bretlandi.

Vinnuhundaflokkur Rakkar:  Húsavíkur Mjölnir frá Rjúpnabrekku Excellent, CAC, CACIB, BRT-1, BOB og BIG-4.

Opinn flokkur tíkur:  Rjúpnasels Rán með Excellent, CAC, CACIB, BTT-1, BOS.

Unghundaflokkur tíkur:  Húsavíkur Fönn með Excellent, CK, BTT-2.

Fyrir þá sem ekki eru inní  skammstöfunum þá fengu Mjölnir og Rán bæði toppeinkunn með íslensk og alþjóðleg meistarastig.  Mjölnir varð besti hundur tegundar og Rán besti hundur af gagnstæðu kyni.  Unga tíkin hún Fönn varð önnur besta tík og fékk eins og hin einnig toppeinkunn og meistaraefni.  Mjölnir keppti svo í sterkum tegundahópi 7 og gerði sér lítið fyrir og lenti þar í 4. sæti.

Stjórn DESÍ óskar öllum innilega til hamingju.