Jólagjöf fjölskyldunnar

Fyrir þá sem eru að leita sér að nýjum fjölskyldu meðlimi þá hvetjum við viðkomandi að kíkja á væntanleg got.

Nú strax á nýju ári er fyrirhugað got: á Háfjalla Öskju og Vindølas Bjg Husavikur Erro. Háfjalla Askja er byrjuð á lóðeríi og ef allt gengur upp þá eru hvolpar væntanlegir í byrjun mars.

Því næst kemur got hjá Rjúpnabrekku ræktun, ISCFtCh – ISFTCh Háfjalla Parma X RW-15 C.I.E. ISShCh Húsavíkur Mjölnir frá Rjúpnabrekku.

Og á vormánuðum er áætluð pörun á, Húsavíkur Kviku X ISFtCh Háfjalla Týra.

Á næstu misserum verður hægt að lesa sig til um öll gotin undir væntanleg got.

Það verður heldur betur líf og fjör á komandi ári og hvað er betra en nýr veiðifélagi og fjölskyldumeðlimur.

Það er því um að gera að fylgjast vel með og næla sér í næsta fjölskyldumeðlim og næsta veiðifélaga á nýju ári. Það er ekki ofsögum sagt að Enskur Setter er Konungur Fuglahundanna. Hann er æðislegur á heimili, barn góður og ljúfur og alltaf tilbúinn í næsta veiðitúr/göngu með þér.