Febrúar próf DESÍ – UPPFÆRT

Þann 24. febrúar verður fyrsta próf ársins.
Boðið verður upp á 1 dags próf í UF og OF.

Þar sem dagurinn er stuttur þá verður boðið upp á 8 hunda partý 4 í hvorum flokki. Það verður tekið mið á hvenær skráning er send inn. Millifærsla eða greiðsla á skrifstofu er staðfesting á skráningu. Ef það fyllist skráning í prófið þá verður boðið upp á biðlista ef ske kynni að hundur myndi detta út.

Prófið verður haldið á SV-horni Íslands.
Dómari prófs er Guðjón Arinbjörnsson.
Prófstjórinn er Ólafur Ragnarsson.
Prófgjald er 5.700.-

Ath ! Hundar í opnum flokki skaffa sjálfir rjúpu til prófs.

Hægt er að lesa sig til um skráningu í próf hér.

Ef veðrið verður leiðinlegt þá munum við flytja prófið til sunnudags, 25. febrúar, ef spáin er hagstæðari.

Nú er orðin fullskráning í prófið en hægt er að skrá sig á biðlista til miðnættis þann 14. febrúar.