Dómarakynning

Arnfinn Holm mun dæma BARKING HEADS prófið sem haldið verður dagana 24-25 mars.

Hann er 56 ára gamall og er búinn að vera slökkviliðsmaður í meira en 30 ár. Hann er búinn að dæma fuglahunda síðan 2007.

Hann fékk sinn fyrsta fuglahund 18 ára gamall og var það Gordon Seti. Seinna meir fær hann sér strýhærðann vorsteh.

2013 fékk hann viðurkenningu sem besti ræktandinn hjá þeim strýhærðu þar sem hvolparnir frá honum rúlluðu upp mörgum 1. einkunnum.

Hann hefur átt Enskan Seta síðan 2011 og notaði Norska Derby Winner hundinn 2016 (Valeras Sjakk) á tíkina sína (Løvåsmyras C Marthe) og heldur eftir tíkar hvolpi úr því goti.