Barking Heads fóðurkynning 4

Turkey Delight:

Er eins og Quackers úr kornlausu línunni.  Korn eru erfiðari í meltingu en fóður sem byggja á kjöti og auk þess er kjöt miklu bragðbetra og pakkað af nauðsynlegri næringu.  Kornmetislaus fóður eru nær upphaflegu fóðri hundanna.  Í fóðrinu eru flókin kolvetni eins og baunir sem eru auðugar af trefjum ásamt sætum kartöflum sem eru ríkar af andoxunarefnum og bólgueyðandi næringarefnum.

Innihald:  Ferskur úrbeinaður kalkúnn 34%, sætar kartöflur, þurrkaður kalkúnn 14%, ferskur úrbeinaður silungur 5%, linsubaunir, baunir, kalkúnafita 3%, kalkúnasoð 1.5%, refasmári, sjávarjurtir,  mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 350mg/kg, MSM 350mg/kg, kondrótín 240mg/kg) ásamt vítamínum og steinefnum.