Barking Heads fóðurkynning 5

Golden Years: 

Samsett til að mæta þörfum eldri hunda, 7 ára og eldri.  Próteinin koma úr kjúklingi og silungi, auðmeltanleg með bætandi áhrif á liði og hreyfanleika.  Kolvetnin koma úr brúnum hrísgrjónum, byggi og höfrum, hæglosandi orkugjöfum sem ásamt kartöflum, innihalda gæða trefjar sem hafa góð áhrif á meltingarveg og hjálpa til við að halda kólesteróli lágu.  Þetta fóður inniheldur heilan helling af glúkósamíni, MSM og kondrótíni til að viðhalda og bæta heilsu liða.

Innihald:  Þurrkaður kjúklingur 27%, brún hrísgrjón, kartöflur, bygg, hafrar, ferskur úrbeinaður silungur 5%, refasmári, kjúklingakraftur 3%, laxalýsi 2%, sjávarjurtir, þurrkaðir tómatar, mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 1000mg/kg, MSM 1000mg/kg, kondrótín 700mg/kg), þurrkaðar gulrætur, þurrkuð epli, þurrkuð trönuber, ávaxtafásykrur FOS & MOS, vítamín og steinefni.