Úrslit seinni dags BARKING HEADS prófsins

Þá er seinni degi BARKING HEADS prófsins lokið og er ótrúlega flott helgi að baki !!!

Þvílíkt próf ! Fullt af fugli og allir hundar áttu mikinn séns á einkunn.

5 hundar fengu einkunn í dag og eru úrslitin eftirfarandi:

Vatnsenda Karma 2. einkunn
Rjúpnabrekku Miro 1. einkunn
Rjúpnabrekku Fríða 1.einkunn
Rjúpnabrekku Toro 1. einkunn
Rjúpnabrekku Black 1. einkunn og besti hundur prófs.

Rjúpnabrekku Toro var besti hundur helgarinnar og hlaut RJÚPUNA til varðveislu í 1 ár.

Hægt er að lesa um framvindu dagsins í dag undir evintinum BARKING HEADS á DESÍ grúppunni.

Stjórn DESÍ óskar eigendum og ræktendum til hamingju með stórglæsilegann árangur um helgina.