Stöðutöflur uppfærðar og fl.

Nú hafa stigatöflur og úrslit viðburða verið uppfært.

Í vorsteh prófinu náðu bræðurnir Rjúpnabrekku Toro & ISJCH NLM RW-17 Rjúpnabrekku Black báðir 2. einkunn í OF, Toro fyrri daginn og Black seinni daginn.

Toro náði jafnframt þeim flotta árangri að vera okkar yngsti hundur til að ná sér í einkunn í OF, 2 ára og 12 daga gamall.

Á fimmtudaginn síðasta (19. apríl) náði Kaldbaks Snerpa þeim flotta árangri að ná sér í 3. einkunn í Uf aðeins 10 mánaða gömul. Sannarlega efnilegur hundur þar á ferðinni.

Stjórn DESÍ óskar eigendum og ræktendum til hamingju með flottan árangur upp á síðkastið !