Ljósasmiðjupróf Vorstehdeildar

Enskum Setum gekk vel í Ljósasmiðjuprófi Vorstehdeildar.

Vorstehdeild HRFÍ stóð fyrir sækipróf nú um helgina.  Tveir Enski Setar voru skráðir til leiks, þær Kaldbaks Snerpa í UF og Háfjalla Parma í OF.  Þeim gekk báðum vel.  Parma fékk 2. einkunn á laugardegi og 1. einkunn á sunnudegi.  Snerpa sem steig sín fyrstu spor í sækiprófum fékk 3. einkunn í dag.  Dómari helgarinnar var Ellen Marie Imshaug frá Noregi.

Stjórn DESÍ óskar einkunnarhöfum innilega til hamingju með árangurinn.