Sóknarprófi lokið

Nú er frábærri helgi að baki þar sem sóknarpróf DESÍ var haldið.
Mjög gott veður var báða dagana, heldur erfiðari aðstæður seinni daginn.
Hundarnir stóðu sig heilt yfir frábærlega !

Dómararnir voru tveir, þeir Bergþór Antonsson & Guðni Stefánsson.
Prófstjóri var Ólafur Ragnarsson.
Heiðurshjón prófsins voru Sigrún Hulda Jónsdóttir og Atli Ómarsson.

Tvær nýjungar voru prófaðar í prófinu. Annarsvegar liðakeppni sem lukkaðist mjög vel og er spurning hvort hún sé komin til að vera og svo seinni daginn fór fram bráðabani um BHF þar sem 3 hundar í OF voru jafnir að stigum í lok dags.

Liðakeppnin var yfir báða dagana og hundarnir sem unnu hana voru Laki, Moli og Parma.

Veittur var farandsgripur í fyrsta sinn, fyrir besta Enska Setann og var það Háfjalla Parma sem hlaut hann til varðveislu í 1 ár.

Það voru tveir hundar sem voru bestir í sínum flokki báða dagana, en það voru þeir Sångbergets Jökulheima Laki í unghunda flokki og Sika ze Strazistských lesu í opnum flokki.

Úrslit laugardagsins:

Kaldbaks Vaskur – 3.einkunn UF
Sångbergets Jökulheima Laki – 2.einkunn UF og BHF

Háfjalla Parma – 1.einkunn OF
Ice Artemis Hera – 1.einkunn OF
Veiðimela Jökull – 1.einkunn OF
Bláskjárs Skuggi Jr. – 3.einkunn OF
Bláskjárs adamsMoli – 2.einkunn OF
Huldu Bell von Trubon – 1.einkunn OF
Sika ze Strazistských lesu – 1.einkunn OF & BHF

Úrslit Sunnudagsins:

Sångbergets Jökulheima Laki – 1.einkunn UF & BHF

Háfjalla Parma – 3.einkunn OF
Ice Artemis Hera – 1.einkunn OF
Veiðimela Jökull – 3.einkunn OF
Bláskjárs Skuggi Jr. – 1.einkunn OF
Bláskjárs adamsMoli – 2.einkunn OF
Sika ze Strazistských lesu – 1.einkunn OF & BHF

Stjórn DESÍ vill þakka öllum þátttakendum um helgina sem og öllum þeim sem hjálpuðu til við prófið, án ykkar hefði prófið ekki lukkast svona vel.