Seinni degi AFLMARKS prófsins lokið

Þá er seinni degi AFLMARKS prófi DESÍ lokið.

Prófið fór fram á suðurnesjunum, gott veður var í dag, hægviðri og úrkomulaust.

Töluverð breyting var á fuglinum frá því í gær og hafði hann fært sig aðeins um set.
Allir hundar áttu séns á fugli og var rjúpan mis samvinnuþýð.

Úrslit dagsins eru eftirfarandi:

ISCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Rjúpnabrekku Black – 1.einkunn OF og besti hundur dagsins.

Rjúpnabrekku Miro – 2.einkunn

Stjórn DESÍ óskar einkunnarhöfum til hamingju með árangurinn og öllum þátttakendum með virkilega flotta hunda.

Eins vill stjórn DESÍ þakka styrktaraðila prófsins, AFLMARK kærlega fyrir veittan stuðning og frábært próf !