Keyrum þetta í gang

Á morgun (laugardag 2. mars) verður fyrsta æfingarganga ársins.

Áætlað er að hafa nokkrar göngur fram á vor og verða þær auglýstar á sunnudögum fyrir hverja viku.

Sem fyrr segir þá verður fyrsta gangan á morgun klukkan 11 og er mæting á sólheimakotsafleggjarann (er á móts við nýja fangelsið á hólmsheiði).

Allir eru hjartanlega velkomnir og þetta er kjörinn vettvangur fyrir nýliða til að kynnast “sportinu”.