Úrslit í Barking Heads prófi DESÍ

Í gær var gengið í vondu veðri á neðri hluta Mosfellsheiðar en á endanum þurftum við að gefast upp fyrir veðurguðunum, enginn hundur lauk prófi í gær.

Í dag var betra veður og heldur léttara yfir mannskapnum. Gengið var ofarlega á Mosfellsheiði án þess að drægi til mikilla tíðinda.  Seinnipart dags var haldið neðar á heiðina þar sem fuglar fundust frekar fljótt.

Dagurinn endaði með því að tvær tíkur, báðar hoknar af reynslu, lönduðu 2. einkunn. Þetta voru þær stöllur Rjúpnasels Rán og Háfjalla Parma. Parma var jafnframt besti hundur prófs.

Stjórn DESÍ óskum einkunnahöfum innilega til hamingju.  Einnig viljum við þakka öllum þátttakendum prófsins fyrir samveruna um helgina og Þorsteini Friðrikssyni fyrir myndina sem fylgir fréttinni.  Þökkum Grétu og Kjartani líka fyrir beina lýsingu á Facebook síðunni.  Við þökkum starfsfólki prófsins og dómaranum Kjell Otto Hansen fyrir að leggja á sig ferðalag frá Noregi til að dæma hundana okkar einnig dómaranemanum Einari Erni fyrir sitt framlag í dag.  Að lokum þökkum við styrktaraðila prófsins, Dýrabæ sem er umboðsaðili fyrir hið geysivinsæla gæðafóður – Barking Heads.