Núna um helgina fer fram hundasýning í reiðhöll Fáks í Víðidal.
Author: enskursetter
Ársfundur
Ársfundur DESÍ verður haldinn þriðjudaginn 26. mars kl. 18:30 í Sólheimakoti.
Stigahæsti Enski Setinn 2018
Það var búin að vera æsispennandi stigakeppni síðasta ár og margir hundar komu sér á listann.
Stigahæsti Enski Setinn 2018 er NORDICCH ISCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Rjúpnabrekku Black með 35 stig.
Black gerði það gott á öllum sviðum, hann náði 1. einkunn bæði í UF & OF í heiðaprófum, auk Excellent á sýningum.
Þetta er annað árið í röð sem Black er stigahæsti Enski Setinn.
Hægt er að skoða úrslitin hér.
Stjórn DESÍ óskar eigendunum, þeim Einari Guð og Ólafi Ragnarssyni, til hamingju með árangurinn. Þess má geta að Ólafur er einnig ræktandi Blacks.
Veiðiprófa dagskrá DESÍ 2019
DESÍ mun halda 4 veiðipróf á árinu, 3 heiðarpróf og 1 sóknarpróf.
Dagskráin er eftirfarandi:
Heiðarpróf
- 23-24. mars
- 20-21. apríl
- 13-14. september
Sóknarpróf
- 6-7 júlí
Hægt er að lesa sig betur til um prófin undir dagskrá veiðiprófa.
Fyrirhuguð prófadagskrá 2019
Þar sem ekki fást svör við tölvupóstum frá skrifstofu né stjórn HRFÍ út af veiðiprófa umsóknum fyrir árið og mikið er spurt um dagskrána þá birtum við prófadagskrána með fyrirvara um að HRFÍ setji sig ekki á móti starfsemi í grúppu 7 🙂
Gleðileg jól og GEGGJAÐ komandi ár !
DESÍ óskar öllum deildarmeðlimum og ferfætlingum gleðilegra jóla og geggjaðs komandi árs !
Líðandi ár hefur verið ótrúlega vel lukkað og þökkum við þátttakendum og styrktaraðilum innilega fyrir ykkar þátttöku og stuðning.
GLEÐILEGA HÁTÍÐ !
Stjórn DESÍ
Nýársganga DESÍ
Þann 1. janúar verður haldin hin árlega gamlárs/nýársganga.
Þetta verður sjötta árið í röð sem Enski Settinn mætir á heiðina um áramót.
Mæting er upp á heiði við sólheimakotsafleggjarann kl. 13:00.