Úrslit hundasýningar

Vinnuhundaflokkur rakkar:

NORDICCH ISCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Rjúpnabrekku Black – Exc, CK, CAC, CACIB, NLW-19, BOB.

Auk þess var þetta fjórða CACIB hjá Black og uppfyllir hann því nú öll skilyrði fyrir Alþjóðlega meistara titlinum C.I.B.

Stjórn DESÍ óskar eigendum og ræktandum innilega til hamingju með sýninguna.

Stigahæsti Enski Setinn 2018

Það var búin að vera æsispennandi stigakeppni síðasta ár og margir hundar komu sér á listann.

Stigahæsti Enski Setinn 2018 er NORDICCH ISCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Rjúpnabrekku Black með 35 stig.
Black gerði það gott á öllum sviðum, hann náði 1. einkunn bæði í UF & OF í heiðaprófum, auk Excellent á sýningum.

Þetta er annað árið í röð sem Black er stigahæsti Enski Setinn.

Hægt er að skoða úrslitin hér.

Stjórn DESÍ óskar eigendunum, þeim Einari Guð og Ólafi Ragnarssyni, til hamingju með árangurinn.  Þess má geta að Ólafur er einnig ræktandi Blacks.