Barking Heads prófið – Úrslit fyrri dags

Fjórir hundar fengu einkunn fyrri dag Barking Heads prófs DESÍ.  Dómari prófsins er Arnfinn Holm frá Noregi.

Unghundaflokkur: 

Rjúpnabrekku Toro (ES) 1. einkunn og besti hundur prófs

Vatnsenda Karma (EP) 1. einkunn

Opinn flokkur:

Ice Artemis Mjölnir (GWP) 1. einkunn og besti hundur prófs

Veiðimela Krafla (GSP) 2. einkunn.

Stjórn DESÍ óskar einkunnahöfum innilega til hamingju með árangurinn í dag.

Barking Heads fóðurkynning 5

Golden Years: 

Samsett til að mæta þörfum eldri hunda, 7 ára og eldri.  Próteinin koma úr kjúklingi og silungi, auðmeltanleg með bætandi áhrif á liði og hreyfanleika.  Kolvetnin koma úr brúnum hrísgrjónum, byggi og höfrum, hæglosandi orkugjöfum sem ásamt kartöflum, innihalda gæða trefjar sem hafa góð áhrif á meltingarveg og hjálpa til við að halda kólesteróli lágu.  Þetta fóður inniheldur heilan helling af glúkósamíni, MSM og kondrótíni til að viðhalda og bæta heilsu liða.

Innihald:  Þurrkaður kjúklingur 27%, brún hrísgrjón, kartöflur, bygg, hafrar, ferskur úrbeinaður silungur 5%, refasmári, kjúklingakraftur 3%, laxalýsi 2%, sjávarjurtir, þurrkaðir tómatar, mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 1000mg/kg, MSM 1000mg/kg, kondrótín 700mg/kg), þurrkaðar gulrætur, þurrkuð epli, þurrkuð trönuber, ávaxtafásykrur FOS & MOS, vítamín og steinefni.

Barking Heads fóðurkynning 4

Turkey Delight:

Er eins og Quackers úr kornlausu línunni.  Korn eru erfiðari í meltingu en fóður sem byggja á kjöti og auk þess er kjöt miklu bragðbetra og pakkað af nauðsynlegri næringu.  Kornmetislaus fóður eru nær upphaflegu fóðri hundanna.  Í fóðrinu eru flókin kolvetni eins og baunir sem eru auðugar af trefjum ásamt sætum kartöflum sem eru ríkar af andoxunarefnum og bólgueyðandi næringarefnum.

Innihald:  Ferskur úrbeinaður kalkúnn 34%, sætar kartöflur, þurrkaður kalkúnn 14%, ferskur úrbeinaður silungur 5%, linsubaunir, baunir, kalkúnafita 3%, kalkúnasoð 1.5%, refasmári, sjávarjurtir,  mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 350mg/kg, MSM 350mg/kg, kondrótín 240mg/kg) ásamt vítamínum og steinefnum.

Barking Heads fóðurkynning 3

Quackers:  

Bragðgott og prótínríkt, 50% önd ásamt sætum kartöflum.  Quackers er án kornmetis af og því auðveldara í meltingu.  Frábær kostur fyrir hunda sem þola illa kornmeti í fæðinu. Önd er auðmelt, rík af prótíni og Omega-3 og Omega-6.  Prótein hlutfall er 23% og fita 15%.

Innihaldið hljómar eins og það sé tekið af veislu matseðli:  Fersk úrbeinuð önd 33%, sætar kartöflur, þurrkuð önd 14%, baunir, linsubaunir, ferskur úrbeinaður silungur 5%, andarfita 4%, refasmári, andarsoð 1.5%, sjávarjurtir, mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 350mg/kg, MSM 350mg/kg, kondrótín 240mg/kg) ásamt vítamínum og steinefnum.

Sjá nánar á heimasíðu Dýrabæjar:  https://www.dyrabaer.is/hundar/fodur/barking-heads/grain-free-quackers

Barking Heads fóðurkynning 2

Big Foot´s Bad Hair Day

Big Foot´s línan er fyrir hunda 25 Kg og þyngri, það inniheldur mikið af bætiefnum fyrir liði og getur því líka hentað vel fyrir aðeins léttari hunda sem eru undir meðal og miklu líkamlegu álagi.  Prótein hlutfall er 24% og fita 14%.  Frábært heilsusamlegt fóður fyrir hunda frá 1. árs aldri.  Þetta fóður er auk þess hannað til að að draga úr kláða og hárlosi.

Innihaldið er ekkert slor:  Ferskt úrbeinað lambakjöt 26%, þurrkað lamb 18%, brún hrísgrjón, hafrar, bygg, ferskur úrbeinaður silungur 5%, baunaprótín, lambafita 4%, lambaseyði 2.5%, refasmári, sjávarjurtir, mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 450mg/kg, MSM 450mg/kg, kondrótín 240mg/kg) auk vítamína og steinefna.

Sjá nánar á heimasíðu Dýrabæjar

 

Barking Heads fóðurkynning 1

Big Foot´s Tender Loving Care

Big Foot´s línan er fyrir hunda 25 Kg og þyngri, það inniheldur mikið af bætiefnum fyrir liði og getur því líka hentað vel fyrir aðeins léttari hunda sem eru undir meðal og miklu líkamlegu álagi.  Prótein hlutfall er 25% og fita 14%.  Heilsusamlegt og bragðgott gæðafóður fyrir hunda frá 1. árs aldri.

Innihaldslýsingin talar svo sannarleg sínu máli:  Ferskur úrbeinaður kjúklingur 26%, þurrkaður kjúklingur 18%, brún hrísgrjón, hafrar, bygg, ferskur úrbeinaður silungur 5%, baunaprótín, kjúklingafita 4%, kjúklingakraftur 3%, refasmári, sjávarjurtir, mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 450mg/kg, MSM 450mg/kg, kondrótín 240mg/kg) ásamt vítamínum og steinefnum.

Sjá nánar á heimasíðu Dýrabæjar