Úrslit í Barking Heads prófi DESÍ

Í gær var gengið í vondu veðri á neðri hluta Mosfellsheiðar en á endanum þurftum við að gefast upp fyrir veðurguðunum, enginn hundur lauk prófi í gær.

Í dag var betra veður og heldur léttara yfir mannskapnum. Gengið var ofarlega á Mosfellsheiði án þess að drægi til mikilla tíðinda.  Seinnipart dags var haldið neðar á heiðina þar sem fuglar fundust frekar fljótt.

Dagurinn endaði með því að tvær tíkur, báðar hoknar af reynslu, lönduðu 2. einkunn. Þetta voru þær stöllur Rjúpnasels Rán og Háfjalla Parma. Parma var jafnframt besti hundur prófs.

Stjórn DESÍ óskum einkunnahöfum innilega til hamingju.  Einnig viljum við þakka öllum þátttakendum prófsins fyrir samveruna um helgina og Þorsteini Friðrikssyni fyrir myndina sem fylgir fréttinni.  Þökkum Grétu og Kjartani líka fyrir beina lýsingu á Facebook síðunni.  Við þökkum starfsfólki prófsins og dómaranum Kjell Otto Hansen fyrir að leggja á sig ferðalag frá Noregi til að dæma hundana okkar einnig dómaranemanum Einari Erni fyrir sitt framlag í dag.  Að lokum þökkum við styrktaraðila prófsins, Dýrabæ sem er umboðsaðili fyrir hið geysivinsæla gæðafóður – Barking Heads.

Úrslit seinni dags í Arion prófi DESÍ

Seinni dagurinn var genginn í köldu veðri og það rigndi nánast allt prófið, nóg var þó af fugli og taldist mönnum til að sést hefðu 62 fuglar yfir daginn.  Gaman er að segja frá því að allir unghundar fengu einkunn í dag þrátt fyrir að fugl væri fremur styggur.  Ensku Setarnir þrír Kaldbaks Snerpa, Rypedalen’s Maximum og Upperwood Coral voru öll með 3. einkunn.  Bretoninn Rypleja’s Klaki fékk svo 1. einkunn og BHP í UF annan daginn í röð.  Í opnum flokki var einungis ein einkunn, Enski Setinn Rjúpnabrekku Miro fékk 3. einkunn og var því BHP í OF báða prófdagana.

Stjórn DESÍ vill eins og fyrr óska einkunnarhöfum innilega til hamingju og þakkar öllum þáttakendum fyrir komuna um helgina.  Einnig viljum við þakka Líflandi, söluaðila Arion hundafóðurs, fyrir rausnarlegt framlag til prófsins.  Að lokum viljum við þakka dómaranum Trond Kolstad fyrir sem og öðrum starfsmönnum prófs.

 

Úrslit fyrri dags í Arion prófi DESÍ

Dagurinn byrjaði í fallegu og góðu veðri, hundar voru að vinna vel en lítið var um fugl á svæðinu.  Eftir hádegið var ákveðð að skipta um svæði.  Á nýja svæðinu var meira af fugli og fundust um 20-30 fuglar á stuttum tíma.  Dagurinn endaði með að einn unghundur fékk einkunn en það var Bretoninn Rypleja’s Klaki með 1. einkunn og BHP.  Í opnum flokki voru Ensku setarnir Rjúpnabrekku Miro með 2. einkunn (BHP) og Rjúpnabrekku Black með 3. einkunn.

Stjórn DESÍ vill óska einkunnarhöfum innilega til hamingju svo og öllum þáttakendum með flotta hunda.  Einnig viljum við þakka Líflandi, söluaðila Arion hundafóðurs, fyrir að styrkja Arion próf DESÍ með myndarlegum hætti.  Vonum að öllum gangi vel á morgun.

Rásröðin í Arion prófi DESÍ 13. og 14. október

Laugardagur unghundaflokkur:

 1. Upperwood Coral
 2. Rypleja’s Klaki
 3. Kaldbaks Snerpa
 4. Rypedalen’s Maximum

Laugardagur opinn flokkur:

 1. Sika ze Strazistských lesu
 2. Rjúpnabrekku Miro
 3. Ice Artemis Hera
 4. Rjúpnasels Rán
 5. Húsavíkur Fönn
 6. Vatnsenda Karma
 7. Rjúpnabrekku Black
 8. Hafrafells Hera

Sunnudagur unghundaflokkur:

 1. Kaldbaks Snerpa
 2. Rypleja’s Klaki
 3. Upperwood Coral
 4. Rypedalen’s Maximum

Sunnudagur opinn flokkur:

 1. Húsavíkur Fönn
 2. Rjúpnabrekku Miro
 3. Hafrafells Hera
 4. Sika ze Strazistských lesu
 5. Vatnsenda Karma
 6. Rjúpnabrekku Black
 7. Ice Artemis Hera
 8. Rjúpnasels Rán
 9. Vatnsenda Bjartur