Samantektir 2018 partur 3/3

Nú þegar sýningunum er lokið í ár þá er gaman að skoða hvernig Enskum Setum gekk á liðnu ári.

Alls tóku 10 Enskir Setar úr 6 ræktunum þátt á hundasýningum 2018. Þar af voru 3 hvolpar sem fengu flotta umagnir. Aðrir hundar fóru í 20 dóma og þar af fengu þeir 15 Excellent, 3 Very Good og 2 good !!!

Ótrúlega flott sýningarár er nú að baki og dagsetningar fyrir það næsta er nú þegar að finna á heimasíðu HRFÍ.

Hægt er að skoða samantektina með því að smella hér, einnig er hana að finna undir úrslit viðburða.

Hrikalega flott ár að baki hjá Enskum Setum !

Samantektir 2018 partur 2/3

Við höldum áfram yfirferð okkar yfir árangra Enskra Seta á árinu.

Nú er komið að sóknarprófunum. En þar tóku 5 Enskir Setar þátt úr 3 ræktunum og þar af lönduðu þrír nokkrum einkunnum.

Hægt er að skoða samantektina með því að smella hér, einnig er hana að finna undir úrslit viðburða.

Samantektir 2018 partur 1/3

Nú þegar öllum viðburðum er lokið þá er gaman að skoða hvernig Enskum Setum gekk á liðnu ári.

Þetta er partur 1 af 3 og skiptum við þessu þannig upp að fyrst tökum við fyrir heiðarprófin, svo sóknarprófin og sýningar.

Alls tóku 16 Enskir Setar úr 7 ræktunum þátt í heiðaprófum. Þar af lönduðu 10 einkunn !
Hægt er að skoða samantektina með því að smella hér, einnig er hana að finna undir úrslit viðburða. Eins hafa gröfin verið uppfærð undir úrslit viðburða.

Úrslit af NKU hundasýningu HRFÍ

Tveir Enskir Setar voru sýndir í dag og gekk báðum frábærlega !

Meistaraflokkur tíkur:

ISShCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Húsavíkur Fönn – Exc, CK, CAC, NKU stig, CRUFTS QUALIFICATION, BOS.

Vinnuhundaflokkur rakkar:

ISCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Rjúpnabrekku Black – Exc, CK, CAC, NKU stig, CRUFTS QUALIFICATION, BOB.

Auk þess var þetta þriðja NKU stig hjá Black og uppfyllir hann því nú öll skilyrði fyrir Nordic Show Champion titlinum (NORDICCH).
Hann var fyrstur í hring 9:00 sem gerir hann einn sá fyrsta á Íslandi sem uppfyllir þessi skilyrði hér heima !

Stjórn DESÍ óskar eigendum og ræktandum innilega til hamingju með sýninguna.

Hundasýning

Um helgina fer fram hundasýning HRFÍ í víðidal.

2 Enskir Setar eru skráðir til leiks og eru það Húsavíkur Fönn og Rjúpnabrekku Black.

Enski Setinn verður sýndur á laugardaginn kl. 9:00 í hring 4.

Stjórn DESÍ óskar þátttakendum góðs gengis !

Úrslit seinni dags í Arion prófi DESÍ

Seinni dagurinn var genginn í köldu veðri og það rigndi nánast allt prófið, nóg var þó af fugli og taldist mönnum til að sést hefðu 62 fuglar yfir daginn.  Gaman er að segja frá því að allir unghundar fengu einkunn í dag þrátt fyrir að fugl væri fremur styggur.  Ensku Setarnir þrír Kaldbaks Snerpa, Rypedalen’s Maximum og Upperwood Coral voru öll með 3. einkunn.  Bretoninn Rypleja’s Klaki fékk svo 1. einkunn og BHP í UF annan daginn í röð.  Í opnum flokki var einungis ein einkunn, Enski Setinn Rjúpnabrekku Miro fékk 3. einkunn og var því BHP í OF báða prófdagana.

Stjórn DESÍ vill eins og fyrr óska einkunnarhöfum innilega til hamingju og þakkar öllum þáttakendum fyrir komuna um helgina.  Einnig viljum við þakka Líflandi, söluaðila Arion hundafóðurs, fyrir rausnarlegt framlag til prófsins.  Að lokum viljum við þakka dómaranum Trond Kolstad fyrir sem og öðrum starfsmönnum prófs.