Úrslit hundasýningar

Vinnuhundaflokkur rakkar:

NORDICCH ISCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Rjúpnabrekku Black – Exc, CK, CAC, CACIB, NLW-19, BOB.

Auk þess var þetta fjórða CACIB hjá Black og uppfyllir hann því nú öll skilyrði fyrir Alþjóðlega meistara titlinum C.I.B.

Stjórn DESÍ óskar eigendum og ræktandum innilega til hamingju með sýninguna.

Stigahæsti Enski Setinn 2018

Það var búin að vera æsispennandi stigakeppni síðasta ár og margir hundar komu sér á listann.

Stigahæsti Enski Setinn 2018 er NORDICCH ISCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Rjúpnabrekku Black með 35 stig.
Black gerði það gott á öllum sviðum, hann náði 1. einkunn bæði í UF & OF í heiðaprófum, auk Excellent á sýningum.

Þetta er annað árið í röð sem Black er stigahæsti Enski Setinn.

Hægt er að skoða úrslitin hér.

Stjórn DESÍ óskar eigendunum, þeim Einari Guð og Ólafi Ragnarssyni, til hamingju með árangurinn.  Þess má geta að Ólafur er einnig ræktandi Blacks.

Samantektir 2018 partur 3/3

Nú þegar sýningunum er lokið í ár þá er gaman að skoða hvernig Enskum Setum gekk á liðnu ári.

Alls tóku 10 Enskir Setar úr 6 ræktunum þátt á hundasýningum 2018. Þar af voru 3 hvolpar sem fengu flotta umagnir. Aðrir hundar fóru í 20 dóma og þar af fengu þeir 15 Excellent, 3 Very Good og 2 good !!!

Ótrúlega flott sýningarár er nú að baki og dagsetningar fyrir það næsta er nú þegar að finna á heimasíðu HRFÍ.

Hægt er að skoða samantektina með því að smella hér, einnig er hana að finna undir úrslit viðburða.

Hrikalega flott ár að baki hjá Enskum Setum !

Úrslit af NKU hundasýningu HRFÍ

Tveir Enskir Setar voru sýndir í dag og gekk báðum frábærlega !

Meistaraflokkur tíkur:

ISShCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Húsavíkur Fönn – Exc, CK, CAC, NKU stig, CRUFTS QUALIFICATION, BOS.

Vinnuhundaflokkur rakkar:

ISCh ISJCH NLM RW-17 RW-18 Rjúpnabrekku Black – Exc, CK, CAC, NKU stig, CRUFTS QUALIFICATION, BOB.

Auk þess var þetta þriðja NKU stig hjá Black og uppfyllir hann því nú öll skilyrði fyrir Nordic Show Champion titlinum (NORDICCH).
Hann var fyrstur í hring 9:00 sem gerir hann einn sá fyrsta á Íslandi sem uppfyllir þessi skilyrði hér heima !

Stjórn DESÍ óskar eigendum og ræktandum innilega til hamingju með sýninguna.

Hundasýning

Um helgina fer fram hundasýning HRFÍ í víðidal.

2 Enskir Setar eru skráðir til leiks og eru það Húsavíkur Fönn og Rjúpnabrekku Black.

Enski Setinn verður sýndur á laugardaginn kl. 9:00 í hring 4.

Stjórn DESÍ óskar þátttakendum góðs gengis !