Enski Setinn

Talið er að setar séu upprunnir á Bretlandseyjum á sextándu öldinni og voru afkomendur mismunandi hundategunda sem aðallega voru upprunnir á Spáni og Frakklandi. Þessar tegundir hunda voru aðallega veiði-spaniel ásamt langhærðum frönskum og þýskum hænsnhundum,

Sir Edward Laverack (1798-1877) breskur aðalsmaður er álitinn faðir enska setans en hann hóf markvissa ræktun undan hundum sem hann kallaði Ponto og Old Moll. Laverack innræktaði afkomendur þessara hunda markvisst í fjörutíu ár og smá saman náði hann að skapa grunnin að enska setanum sem þekktur er í dag. Þessir hundar Laverack urðu brátt mjög þekktir á Bretlandseyjum og í framhaldinu gerði Laverack sinn eigin ræktunarstaðal sem seinna var viðurkenndur sem opinber ræktunarstaðall The English Setter Club fyrir tegundina.

Richard Purcell Llewellin (1840-1925) var Breti sem átti tvo hunda sem hann nefndi Dan og Dick. Þessir hundar voru blanda af Gordon setum en Llewellin fékk hunda frá Laverack og hóf markvissa ræktun með því að blanda Dan og Dick saman við hunda frá Laverack með sömu aðferðafræði og Laverack hafði notað við sína ræktun. Markmið Llewellin með sinni ræktun var að rækta hin fullkomna veiðihund með útlit og málsetningar hunda Laverack að leiðarljósi. Framtíðaráform Llewellin með sinni ræktun voru metnaðarfull þar sem hann stefndi á að skapa hinn fullkomna “dual purpose” hund sem einnig átti að uppfylla kröfur um góða skapgerð og vera auðveldir í þjálfun. Hundar Llewellin urðu brátt vel þekktir á meginlandi Evrópu og í Skandinavíu og má segja að þeir stofnar sem eru í Sandinavíu í dag séu afkomendur hunda úr ræktun Llewellin. Hróður hunda Llewellin barst einnig til Bandaríkjanna og Kanada þar sem þeir urðu vel þekktir fyrir góða veiðieiginleika. Í kjölfarið voru Frægir Llewellin hundar eins og Bruce, Count Noble, Gladstone fluttir til Bandaríkjanna og árið 1902 ákváðu Bandaríkjamenn að aðskilja hreinræktaða Llewellin hunda frá .Laverack hundum með stofnun ættbókar FDSB þar sem eingöngu hreinræktaðir Llewellin hundar fá viðurkennda skráningu. Þessi þróun varð ekki í Evrópu. Þegar opinber skráning á enskum setum hófst ákvað Llewellin að nota tvö nöfn yfir ræktun sína. Annars vegar Dash 2nd sem var einn af síðustu hundunum sem Llewellin ræktaði og hinsvegar Wind’em til heiðurs hundi sem hét Count Wind’em. Llewellin ræktaði hund sem hét Bondhu og var ræktaður undan tík sem hét Countess Bear og Dash 2nd . Bondhu varð frægur fyrir góða veiðieiginleika og varð einn af fyrstu veiðimeisturunum meðal enskra seta. Í framhaldinu ákvað Llewellin að kalla alla hunda sem hann hafði ræktað Dashing Bondhu.

William Humphrey (1883-1963) var englendingur sem hélt áfram hreinræktun Llewellin undir ræktunarnöfnum Llewellin en Humphrey ræktaði 41 veiðimeistara.