Sjúkdómar

Almennt er enski setin heilsuhraustur og nær jafnan háum aldri. Þó verða eftirfarandi sjúkdómar að teljast þeir alvarlegustu sem hrjá tegundina þar sem sannað er að þeir eru arfgengir.

HD – Hip-dysplasia – Mjaðmalos

CL- Ceroid Lipofuscinose – Heilabilun/PRA

Fari ræktandi eftir þeim reglum HRFÍ sem gilda yfir val á undaneldisdýrum í viðkomandi tegund með tilliti til arfgengra sjúkdóma er ábyrgð hans talmörkuð þó svo að afkomendur viðkomandi undaneldisdýra séu sýkt af arfgengum sjúkdómum.

Það gerist þó æ algengara að ræktandi (seljandi) og væntanlegur hvolpakaupandi geri með sér sérstakt samkomulag um hvernig tekið skuli á ýmsum álitamálum sem upp geta komið varðandi hvolpakaupin.