Heilabilun / PRA

CL- Ceroid Lipofuscinose – Heilabilun / PRA – Progressiv retinal Atorfi

CL – Ceroid Lipfuscinose.

Þessi sjúkdómur sýnir einkenni þegar milli 1-2 ára aldurs. Einkennin eru mjög mismunandi en þau algengustu eru persónuleikabreytingar, minni umhverfisskynjun, óstöðugleiki, höfuðskjálfti, krampar og lömun. Einkennandi er að hundurinn sýnir hræðslu í þekktu umhverfi og er hræddur við skugga og ýmsa hluti. Oftast deyja þessir hundar fyrir tveggja ára aldur.

Greining:
Í dag er hægt að greina þennan sjúkdóm með blóðprufu, hvort hundurinn er arfberi, veikur eða frír. Þetta próf er tilkomið vegna mikilla rannsókna sem leiddar eru af Frode Lingaas sem vinnur við Norges Veterinærhögskole. Skýrslu yfir prófið er hægt að nálgast á NESK eða NKK. Prófin eru send til Blodtypelaboratoriet, Norges Veterinhöyskole í Noregi til þess að vera samþykkt. NKK viðurkennir ekki próf frá öðrum löndum.

Nýjar kröfur vegna ræktunar frá NESK
Stjórn NKK tók í gildi árið 2006 kröfu um kunna CL-statusa á öllum enskum setum sem nota á í ræktun. Það felur í sér að frá 01.01.2007 er krafa um þekkta stöðu beggja foreldra við skráningu hvolpa í NKK. Niðurstaða er skráð í NKK og verður aðgengileg á Dog Web. Hundur sem er beri getur eingöngu parast með hundi sem er frír (frekari upplýsingar eru á www.avl.no).

PRA Progressiv retinal Atrofi – Arfgeng blinda
Þetta er arfgengur augnsjúkdómur sem var fyrst á Norðurlöndum uppgötvaður í Svíþjóð í Gordon seta árið 1909. Sjúkdómurinn var mjög útbreiddur á þriðja áratug síðustu aldar í írskum setum, en átak í hreinræktun minnkaði hlutfallið verulega. Í enskum setum sást sjúkdómurinn fyrr á tímum í Noregi en þá hjá hundum sem einnig höfðu CL (heilabilun).

Sjúkdómurinn var fyrst uppgötvaður í heilbrigðum enskum seta í Noregi árið 1986.

Einkenni:
Hundurinn er alveg eðlilegur til nokkurra ára, engar áþreifanlegar breytingar í augum og hundurinn hefur eðlilega sjón. Á einhverju tímbili byrja breytingar í augnfrumunum. Hundurinn sér verr í myrkri og verður náttblindur. Sjón í dagsbirtu er enn eðlileg á frumstigi PRA. Hundurinn missir hliðarsýn fyrst og fær svokallaða “tunnel vision”. Með tímanum hverfur einnig dagsýn hundsins og hann verður algerlega blindur. Bæði augu veikjast samtímis og jafn mikið.

Í fylgni við PRA þróast oft hliðstæðir sjúkdómar eins og cataract.