Útskýringar á skammstöfunum

Hér eru nokkrar útskýringar á skammstöfunum tengdar sýningum.

Hundur fær dóm: Framúrskarandi Excellent (Exc, Ex), Mjög Góður Very Good (Vg), Góður Good (G), Nægjanlegur Sufficient (S), Núll (0 – disqualified),  Ekki hægt að dæma (EHD – t.d. þegar hundur vill ekki leyfa skoðun eða haltrar)

HP – Heiðursverðlaun
Eru veitt í hvolpaflokki fyrir sérlega lofandi hvolpa.  Einnig í öldungaflokki fyrir framúrskarandi öldunga.

CK – Meistaraefni
Hundar sem hljóta meistaraefni færast upp í keppni um besta rakka/bestu tík tegundar og geta í framhaldinu fengið meistarastig.

CAC – Íslenskt meistarastig
Meistarastig er veitt þeim rakka/tík sem bestu sætaröðun hlýtur í keppni um besta rakka og bestu tík tegundar.  Sé sá hundur/tík sem hlýtur Íslenska meistarastigið þegar orðinn Íslenskur meistari þá á stigið að ganga niður til næsta hunds í röðinni.  Það er á ábyrgð eigenda hunda neðar í röðinni að sækja um að fá stigið ef hundar ofar í röðinni eru orðnir meistarar.  Þetta er gert á skrifstofu HRFÍ.

CACIB – Alþjóðlegt meistarastig
Sé um alþjóðlega sýningu að ræða er hægt að fá alþjóðlegt meistarastig auk þess íslenska.  Alþjóðleg meistarstig ganga ekki sjálfkrafa niður til næsta hunds sé sá sem vinnur þegar orðinn Alþjóðlegur meistari.  Til þess að stigið gangi niður til næsta þarf sá sem er í öðru sæti að fá V-CACIB (vara-CACIB, Res-CACIB).  Fái hundur V-CACIB þarf eigandi þess hunds sjálfur að sækja um að fá stigið ef sá sem vann er þegar orðinn meistari.  Þetta er gert á skrifstofu HRFÍ.

V-CACIB (Res-CACIB) – Vara Alþjóðlegt meistarastig
Sjá næsta lið fyrir ofan.

ISSHCH – Íslenskur sýningarmeistari
Hundur þarf 3 íslensk meistarastig frá 3 mismunandi dómurum til að verða íslenskur sýningameistari og þar af þarf að minnsta kosti eitt þeirra að fást eftir að hundur er orðinn 24 mánaða.

ISCH – Íslenskur meistari
Hundur þarf 3 meistarastig frá 3 mismunandi dómurum til að verða íslenskur meistari og þar af þarf að minnsta kosti eitt þeirra að fást eftir að hundur er orðinn 24 mánaða.  Eins þarf hundur að vera með veiðiárangur, lágmark 2. einkunn í UF eða 3. í OF.

C.I.E  – Alþjóðlegur sýningarmeistari
Hundur þarf 4 alþjóðleg meistarastig frá 4 mismunandi dómurum af amk 3 þjóðernum, lágmark eitt ár og einn dagur þarf að líða milli þess fyrsta og þess síðasta.

C.I.B. – Alþjóðlegur meistari
Hundur þarf 2 alþjóðleg meistarastig frá mismunandi dómurum af mismunandi þjóðernum, lágmark eitt ár og einn dagur þarf að líða milli þess fyrsta og þess síðasta.  Eins þarf hundur að vera með veiðiárangur, lágmark 2. einkunn í UF eða 3. í OF.

ISJCH -Íslenskur Ungliðameistari
Ungliðastig er veitt rakka og tík með Excellent og meistaraefni sem bestu sætaröðun hljóta í keppni í ungliðaflokki. Hundur þarf 2 Ungliðastig frá 2 mismunandi dómurum til að verða Ungliðameistari.

ISVetCH -Íslenskur Öldungameistari
Öldungastig er veitt rakka og tík með Excellent og meistaraefni sem bestu sætaröðun hljóta í keppni í öldungaflokki. Hundur þarf 3 Öldungastig frá 3 mismunandi dómurum til að verða Öldungameistari.

NLW – Northern Light Winner
Á Norðurljósasýningu HRFÍ er BOB og BOS veitt Norðurljósastig og þarf hundur 2 stig til að verða Norðurljósameistari.

RW – Reykjavík Winner
Á Reykjavík Winnersýningu HRFÍ er BOB fá BOS Reykjavík Winner nafnbót.  Á eftir RW kemur ártal þess árs sem hundur hlýtur nafnbótina, t.d. .

NORDICCH – Nordic Show Champion

Hundurinn er meistari í heimalandi sínu (ISCH í tilviki íslenskra hunda)

Hundurinn hefur fengið Norðurlandameistarastig á sýningum í a.m.k. þremur Norðurlöndum frá þremur mismunandi dómurum, a.m.k. eitt þeirra eftir 24 mánaða aldur. Vegna einangrunarmála er í tilviki Íslands þó fullnægjandi að stigin þrjú séu veitt á Íslandi

BOB & BOS
Besti rakki tegundar og besta tík tegundar keppa um titlana Besti hundur tegundar (BOB) og Besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS).

Grúbba – Tegundahópur

BIG – Besti hundur í grúbbu
BOB keppir um sætaröðun BIG1-4 í tegundarhópi.  Enskir Setar keppa við aðrar tegundir standandi fuglahunda í tegundahópi nr. 7. 

BIS – Besti hundur sýningar
BIG1, þeir hundar sem vinna sinn tegundahóp keppa um sæti BIS1-4.  BIS1 er sá hundur sem vinnur sýninguna.

Hvolpaflokkur
6-9 mánaða

Ungliðaflokkur
9-18 mánaða

Unghundaflokkur
15-24 mánaða

Opinn flokkur
15 mánaða og eldri

Vinnuhundaflokkur
15 mánaða og eldri með vinnuárangur

Meistaraflokkur
Sýningameistarar með og án vinnuárangurs.

Öldungaflokkur
Hundar sem eru orðnir 8 ára og eldri.