Barking Heads prófið – Úrslit fyrri dags

Fjórir hundar fengu einkunn fyrri dag Barking Heads prófs DESÍ.  Dómari prófsins er Arnfinn Holm frá Noregi.

Unghundaflokkur: 

Rjúpnabrekku Toro (ES) 1. einkunn og besti hundur prófs

Vatnsenda Karma (EP) 1. einkunn

Opinn flokkur:

Ice Artemis Mjölnir (GWP) 1. einkunn og besti hundur prófs

Veiðimela Krafla (GSP) 2. einkunn.

Stjórn DESÍ óskar einkunnahöfum innilega til hamingju með árangurinn í dag.

Barking Heads fóðurkynning 5

Golden Years: 

Samsett til að mæta þörfum eldri hunda, 7 ára og eldri.  Próteinin koma úr kjúklingi og silungi, auðmeltanleg með bætandi áhrif á liði og hreyfanleika.  Kolvetnin koma úr brúnum hrísgrjónum, byggi og höfrum, hæglosandi orkugjöfum sem ásamt kartöflum, innihalda gæða trefjar sem hafa góð áhrif á meltingarveg og hjálpa til við að halda kólesteróli lágu.  Þetta fóður inniheldur heilan helling af glúkósamíni, MSM og kondrótíni til að viðhalda og bæta heilsu liða.

Innihald:  Þurrkaður kjúklingur 27%, brún hrísgrjón, kartöflur, bygg, hafrar, ferskur úrbeinaður silungur 5%, refasmári, kjúklingakraftur 3%, laxalýsi 2%, sjávarjurtir, þurrkaðir tómatar, mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 1000mg/kg, MSM 1000mg/kg, kondrótín 700mg/kg), þurrkaðar gulrætur, þurrkuð epli, þurrkuð trönuber, ávaxtafásykrur FOS & MOS, vítamín og steinefni.

Barking Heads fóðurkynning 4

Turkey Delight:

Er eins og Quackers úr kornlausu línunni.  Korn eru erfiðari í meltingu en fóður sem byggja á kjöti og auk þess er kjöt miklu bragðbetra og pakkað af nauðsynlegri næringu.  Kornmetislaus fóður eru nær upphaflegu fóðri hundanna.  Í fóðrinu eru flókin kolvetni eins og baunir sem eru auðugar af trefjum ásamt sætum kartöflum sem eru ríkar af andoxunarefnum og bólgueyðandi næringarefnum.

Innihald:  Ferskur úrbeinaður kalkúnn 34%, sætar kartöflur, þurrkaður kalkúnn 14%, ferskur úrbeinaður silungur 5%, linsubaunir, baunir, kalkúnafita 3%, kalkúnasoð 1.5%, refasmári, sjávarjurtir,  mjaðma og liðamót vernd (glúkósamin 350mg/kg, MSM 350mg/kg, kondrótín 240mg/kg) ásamt vítamínum og steinefnum.