Ræktunarmarkmið

Ræktunarmarkmið DESÍ:

  • Heilbrigði: Niðurstöður mjaðmamyndatöku þurfa að liggja fyrir og niðurstaða að vera A eða B, HD frí.
  • Vinnueiginleikar: Hundur skal hafa náð að lágmarki 2. einkunn í unghundaflokki eða 3. einkunn í opnum flokki í veiðiprófi á heiði fyrir standandi fuglahunda.
  • Bygging: Hundur þarf að hafa náð að lágmarki sýningardóminn Very good eftir 2 ára aldur.

Ræktunarstaðall

Almennt útlit:
Meðal hæð, hreinar útlínur, Þokkafullur í útliti og hreyfingum. Sprækur með mjög næmt veiðieðli.

Skapgerð:
Afar blíður og vinalegur.

Höfuð og höfuðlag:
Ber höfuð hátt, langt og frekar grannt með vel afmarkaði sveigju.
Höfuðkúpan ávöl með vel afmarkaðu svæði milli eyrna.
Með vel afmörkuðu hnakkabeini.
Trýni hæfilega langt og fremur ferkantað, lengd trýnis ætti að
vera jafnt lengd höfuðkúpu frá hnakkabeini að augum.
Nasir víðar, kjálkar jafn langir Munvik mega ekki hanga of mikið.
Litur nefs svart eða dökkbrúnt fer eftir lit feldsins.

Augu:
Björt, mild lifandi.
Liturinn allt frá hnotubrúnum í dökk brún, því dekkri því betra.
Ljósari augnlitur leyfist í þeim tilfellum sem nef og skoltar eru dökk brúnir.
Augu möndlulaga og ekki útstæð.

Eyru:
Hæfilega löng sitja lágt og falla snyrtilega að kynnum.
Endar eyrnanna flauels mjúkir og efri partur hulin fíngerðu mjúku hári.

Munnur:
Sterkir kjálkar með fullkomnu jöfnu skæra biti.
Það er: tennur í efri kjálka ganga yfir tennur í neðri kjálka æskilegt
að hundurinn sé full tenntur.

Háls:
Frekar langur og grannur með góðri vöðvabyggingu með dálítilli sveigju upp á höfuð
og skýr mörk þar sem háls mætir höfði.
Næst öxlum er hálsinn stærri og vöðvastæltari en aldrei með hálspoka, en glæsilegur í útliti.

Frampartur:
(axlir fótleggir)
Axlir skáhallar, djúpur brjóstkassi.
Mjög góð dýpt og breidd milli herðablaða, framleggir beinir og
mjög vöðvastæltir með ávölum legg, olnbogar þétt að búnkum,
sterkir ávalir og beinir.

Skrokkur:
Hæfileg lengd, bak stutt með góðum og vel afmörkuðum Rifjakassa.

Afturhluti:
Breiðar lendar örlítið sveigðar sterkar og vöðvastæltar fótleggir vöðvastæltir bæði framan og aftan.
Læri löng frá mjöðm að hækli og hækill beinn má hvorki vera innstæður né útstæður.

Fætur:
Góð fylling þéttir með háum ávölum tám, vernduðum með hári milli þeirra.

Hreyfing:
Frjáls og þokkafull gefur til kynna hraða og úthald.
Frjáls og kraftmikill hreyfing í bakhluta, séð að aftan.
Mjaðmir hné og hækil í beinni línu og ber höfuð hátt.

Skott:
Kemur í beinu framhaldi af búki meðal langt en þó ekki niður fyrir hækil.
Hvorki krullað eða mikið liðað, með dálítilli sveigju. Hár löng og fjaðurkennd.

Hár:
Byrja að lengjast rétt neðan við hala og leggjast að miðju og samlagast svo skottinu að enda.
Hárafar langt, mjúkt og aðeins  lítillega liðað  og flaksandi hreyfing og skottið fer aldrei hærra en bakhæð.

Frá bakhluta höfuðs í hæð við eyru er feldurinn örlítið liðaður og mjúkur eins og feldurinn er almennt, fótleggir með fjaður háralagi niður að fótum

Litur:
Svartur og hvítur
Rauðgulur og hvítur
Mórauður og hvítur
Eða þrílitur þe. Svartur, hvítur og ljósbrúnn eða mórauður, hvítur og
ljósbrúnn og þá meira flekkóttir en með heilum sterkum svæðum.

Stærð:
Hundar 65 – 68 cm
Tíkur 61 – 65 cm

Eldri hæðarstaðall sem notaður er á hinum Norðurlöndunum.
Nú vinnur Svensk setterklubb að því fyrir hönd NKU, með stuðningi FCI að fá hann viðurkenndan hjá heimalandinu.

Hundar 58-64 +/-2 cm
Tíkur 55-60 +/-2 cm

Gallar:
Öll frávik frá áðurgreindri lýsingu eru gallar sem skulu dæmdir í réttu hlutfalli við frávik frá ræktunarmarkmiðunum.

Athugasemd:
Bæði eistu skulu vera að eðlilegri stærð og rétt staðsett í pungnum.

DESÍ mælist til þess að allir sem eiga enska seta láti mynda mjaðmir hunda sinna og rækti ekki undan hundum nema þeir séu fríir af HD.